LOL 203
Einkenni Alzheimerssjúkdómsins
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

Öll lendum við í því að gleyma hvar við létum bíllyklana, eða e.t.v. hvar við lögðum bílnum. Þetta er bara eðlilegur hlutur. En þegar gleymska er farin að hafa alvarleg áhrif á getu fólks, t.d. í vinnu, er ráð að athuga málin. Ein fyrstu einkenni alzheimerssjúkdómsins eru:

  1. Gleymska: Að gleyma stöku fundi eða símanúmeri og muna það svo síðar er eðlilegt, en fólk með alzheimers á það til að gleyma hlutum margoft, og ekki muna þá aftur, jafnvel þó þeim sé hjálpað að muna þá.
  2. Tungumálavandamál Fólk með alzheimers á það til að gleyma jafnvel einföldustu orðum, eða nota vitlaus orð, þannig að setningin gæti orðið ill- eða óskiljanleg
  3. Áttavillingur:Alzheimerssjúklingar eiga það til að villast í sinni eigin götu og ekki rata heim, þá eiga þeir til að ráfa um í villuleysi þar til einhver finnur þá, eða það fer og felur sig, af ótta við eitthvað. Margoft hefur þurft að kalla til björgunarsveitir til að hjálpa til við leit að alzheimerssjúlkingum sem hafa villst.
  4. Skortur á dómgreind: Fólk með alzheimers á það til að gleyma að slökkva á eldavélarhellunni, jafnvel fara úr húsinu með ofninn í gangi. Það getur einnig gleymt að líta eftir börnum í pössun, og jafnvel gleymt því að barnið sé yfir höfuð í pössun
  5. Geðsveiflur: Á byrjunarstigum alzheimers gerir fólk sér grein fyrir því hvað er að koma fyrir það og því getur það orðið fyrir miklum geðshræringum.

Á byrjunarstigum verða einungis þær stöðvar heilans sem vinna með nýjar eða nýlegar upplýsingar,, einkennin byrja því sem lítilsvæg gleymska og ruglingur, sjúklingurinn gerir sér grein fyrir ástandinu og getur orðið mjög þunglyndur, eftir því sem sjúkdómurinn ágerist skemmast fleiri stöðvar í heilanum, sem vinna með eldri gögn og því gleymast sífellt stærri og stærri hlutir, eins og nöfn barna og bestu vina. Ástandið sveiflast þó mjög til og frá, slæmt og gott. frakar langt leiddir alzheimerssjúklingar eiga þannig erfitt með að muna hluti sem gerst hafa nýlega, en muna atburði sem gerðust í æsku, eða fyrir löngu síðan mjög vel, og oftar en ekki festast sjúklingar í sínum eigin raunveruleika, "taka köst", þar sem þeir eru ekki viðræðuhæfir, hlaupa kannski um og leita að bílnum, sem e.t.v. var seldur fyrir 37 árum. Á endanum gleymir sjúklingurinn því jafnvel að hann hafi verið giftur í 50 ár og hættir að tala, og jafnvel að hreyfa sig. Lokastig sjúkdómsins er svo dauði.

Þróun sjúkdómsins tekur mjög misjafnan tíma, frá 3 árum upp í 20 ár, en yfirleitt er atburðarásin svipuð. Sjúkdómurinn er nokkuð jafnalgengur hjá báðum kynjum, þó er hann örlítið algengari hjá konum.

Til baka

Taugavefurinn, Parkinsonsveiki og Alzheimers
Höfundar: Sævar Ingþórsson og Kristján Þór Gunnarsson
Vefari: Sævar Ingþórsson
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært: 2. maí 2001
.