|  
       LOL 
        203 
       | 
     
       Alzheimers 
        sjúkdómurinn 
     | 
  ||||||||||||||||||||||||||
|  
       
  | 
     
       Alzheimerssjúkdómurinn er hrörnunarsjúkdómur sem aðallega hrjárir fólk yfir sextugt. Hann veldur stigvaxandi hrörnun á heila sjúklingsins og veldur að lokum algerum vitglöpum (dementia) og dauða. Engin lækning er kunn og lítið hægt að gera til að minnka þjáningar þeirra sem hafa hann. Alzheimers er langalgengsta 
        form ellivitglapa, "kölkunar" og er talið að allt 
        að 8% allra yfir sextugt séu með sjúkdóminn 
        (þessar tölur eru úr bandarískum heimildum og 
        ekki öruggt að þær eigi við á Íslandi) 
        og allt að 50% þeirra sem eru komnir yfir 85 ára aldurinn 
        séu með sjúkdóminn. Dæmi eru um að 
        fólk á fertugs- fimmtugs- og sextugsaldri fái sjúkdóminn, 
        en nú er jafnvel talið að það fyrirbrigði 
        megi rekja til annara orsaka en hinn eiginlegi alzheimers.  
 --Sævar Ingþórsson  | 
  ||||||||||||||||||||||||||
Taugavefurinn, Parkinsonsveiki og Alzheimers
  Höfundar: Sævar Ingþórsson og Kristján Þór 
  Gunnarsson 
  Vefari: Sævar Ingþórsson 
  
  Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild 
  Fjölbrautaskóla Suðurlands á 
  Selfossi
  Síðast uppfært: 4. 
  maí 2001.