LOL 203
Orsakir Alzheimerssjúkdómsins
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

Alzheimer orsakast af uppsöfnun á trefjakenndu efni, nefnt beta amyloid í taugafrumum, sem m.a. truflar myndun taugaboðefnisins acetýlkólíns sem er mjög mikilvægt fyrir starfsemi vöðva og geymslu minninga og að læra nýja hluti. Hefur komið í ljós að allt að 80% minna er af þessu boðefni í heilum alzheimerssjúlinga en í heilum heilbrigðra. Á endanum drepast frumurnar, og þannig glatast það starf sem sú fruma gegndi, t.d. minningar og orð og að lokum deyr sjúklingurinn

Alzheimerssjúkdómnum má í raun skipta niður í 2 mismunandi afbrigði. Annað afbrigðið kemur fram á ungum aldri, janvel, allt niður í þrítugt. Hitt afbrigðið kemur fram á efri árum, oftast eftir 60 ára aldurinn. Einkennin á báðum afbrigðum eru þau sömu, en ástæðurnar fyrir sjúkdómnum eru taldar vera mismunandi. Hér á eftir verða taldar upp þær kenningar sem eru taldar vera líklegastar.

  • Genagalli: Fundist hafa gölluð gen sem viðast hvetja til myndunar próteintrefjaflækjunnar sem nefnd var fyrst hér að ofan, og er þessi galli yfirleitt tengdur við það afbrigði sjúkdómsins sem legst á ungt fólk. genið er að finna á 21 litningnum, en það er á þeim litning sem er að finna aukalitningsbútinn sem veldur downs heilkenninu. Fólk með þetta heilkenni fær allt alzheimers um 45 ára aldur og þykir það styðja þessa kenningu.
  • Ál: Í eldri rannsóknum fannst dálítið af áli í heilum alzheimerssjúklinga og var þar af leiðandi talið að alzheimers orsakaðist af uppsöfnun á áli í heilanum og var það m.a. tengt við svitalytareyðanotkun og steikingarpönnur úr áli. Þessari kenningu hefur nú að mestu verið hafnað, vegna þess að miðað við það magn áls í umhverfinu ættu nokkurnvegin allir að vera með alzheimers.
  • Zink: Nokkrar rannsóknir eru í gangi til að kanna áhrif zinks á heilann. Við krufningu hefur komið í ljós að oft er minna magn zinks að finna í heilum alzheimerssjúlkinga en heilbrigðra og er verið að kanna áhrif þess. Einnig hefur komið í ljós að mikið magn af zinki getur valdið því að beta-amyloid próteinbútarnir, sem myndast þegar stærra prótein, EPP er klippt niður, falla út og mynda próteinklumpa, svipaða þeim sem finna má í heilum alzheimerssjúklinga.
  • Veira? Margar veirutegundir geta leynst í líkamanum í marga áratugi áður en þær láta til skarar skríða, verið er að gera umfangsverða rannsókn á þessu atriði núna á næstu árum.

Eins og er eru einungis 2 atriði sem stðfest er að geti aukið hættuna á að fá alzheimers:

  • Aldur: Gamalt fólk er í mun meiri hættu að fá sjúkdóminn en yngra fólk
  • Fjölskyldutengsl: Jafnvel þó að engin skýring hafi fundist, er fólk í fjölskyldum þar sem alzheimers hefur komið fram í meiri hættu að fá sjúkdóminn en annað fólk.

Einnig er sá möguleiki að mörg skilyrði þurfi að uppfylla til að fá sjúkdóminn, t.d. einhvern ófundinn erfðagalla OG t.d. of hátt zinkmagn.

Til baka

Taugavefurinn, Parkinsonsveiki og Alzheimers
Höfundar: Sævar Ingþórsson og Kristján Þór Gunnarsson
Vefari: Sævar Ingþórsson
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært: 2. maí 2001
.