|  
      
         
       | 
     
       Það var árið 
        1906 sem dr. Alois Alzheimer lýsti fyrst sjúkdóminum 
        sem síðan var nefndur eftir honum. Hann lýsti heilavef 
        í konu sem hafði látist af elliglöpum. Hann sá 
        taugafrumur fylltar einhverskonar trefjakenndu efni og umhverfis þær 
        skellur af þéttu, hvítu efni.  
        Rannsóknir á alzheimers fengu að sitja á hakanum 
        lengi vel, sértaklega vegna þess að gamalt fólk 
        með elliglöp er ekki beint áhrifamesti þjóðfélagshópurinn, 
        og var lítið gert í málunum. Elliglöp voru 
        álitin eðlilegur hlutur. 
        En eftir því sem fólk fór að ná 
        að lifa lengur og lengur fjölgaði sífellt því 
        fólki sem þjáðist af alzheimers og loks kom að 
        því að kostnaður við umönnun fólksins 
        var orðinn það hár að stjórnvöld 
        sáu nauðsyn þess að leita lækningar. Rannsóknir 
        á alzheimers eru samt flestar kostaðar af óháðum 
        samtökum eins og bandarísku alzheimerssamtökin. 
        Síðan þá hafa komið fram margar kenningar, 
        en sú kenning sem flestir styðjast við núna er galli 
        í genastarfseminni. Er meðal annars íslensk 
        erfðagreining að vinna að rannsóknum á því. 
        Út frá rannsóknum sem gerðar hafa verið undanfarin 
        ár hafa verið unnin lyf sem eiga að hægja á 
        framgangi sjúkdómsins, þar má til dæmis 
        nefna taugaboðefnið acetýlkólín sem virðist 
        hægja aðeins á framgangi sjúkdómsins. Um 
        þessar mundir er einnig verið að hefja langtíma rannsókn 
        á virkni bóluefnis sem kanadískir vísindamenn 
        fara þróað og er talið geta komið í veg 
        fyrir þróun alzheimerssjúkdómsins. Þó 
        er ekki búið að útbúa lyf sem getur læknað 
        sjúkdóminn  
        
      Til baka  
     |