LOL 203
Lyf gegn Parkinsonsveikinni
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

Lyfjameðferðin gengur út á að auka virkni boðefnisins dópamíns í heilanum, draga úr niðurbroti þess, bæta upp skortinn á dópamíni eða draga úr virkni ensímsins MAO-B, sem brýtur dópamínið niður. Þrátt fyrir að lyfjameðferðin geti dregið úr sjúkdómseinkennum og tafið framför hans þá stöðvar hún aldrei ferlið. Það eru sem sagt þrír megin flokkar lyfja notaðir við meðhöndlun sjúkdómsins.
1)Dópamínlík boðefni
2)Dópamín eftirhermur ( agonists )
3)MAO-B ,,bremsur’’ ( inhibitors )

1. Dópamínlík boðefni ( agents )
Algengustu lyfin sem eru notuð við meðferð Parkinsons eru Carbidopa og Levodopa. Tilgangurinn með samtvinnaðri notkun þessara tveggja lyfja er að fá heilann til að framleiða meira dópamín. Lyfin koma samt ekki í veg fyrir að taugafrumurnar í heilanum deyji. Þessvegna þarf sjúklingurinn alltaf stærri og stærri skammta af lyfjunum eftir því sem fleiri taugafrumur deyja.
Hliðarverkanir :

* Ofsjónir
* Ósjálfráðar hreyfingar
* Höfuðverkur
* Ógleði
* Lystarleysi

2. Dópamín eftirhermur ( agonists )
Tvö lyf, pergolide og bromocriptine, herma eftir virkni dópamíns þannig að móttökustaðirnir í heila bregðast við eins og um dópamín væri að ræða. Eins og með lyfin í flokk 1. þá koma þessi lyf ekki í veg fyrir dauða taugafruma í heila og því þarf alltaf stærri og stærri skammta.
Hliðarverkanir :

* Velgja
* Höfuðverkur
* Sjóntruflanir
* Auðþreytandi
* Suð fyrir eyrum

3. MAO-B ,,bremsur’’ ( inhibitors )
Lyfið selegiline hefur það hlutverk að koma í veg fyrir að dópamíni sé eytt. Þessi meðferð er aðeins árangursrík í fjögur ár og því er haldið fram að selegiline geti hugsanlega aukið dánartíðni meðal fólks sem tekur lyfið.
Hliðarverkanir :

* Þurr munnur
* Svimi
* Höfuðverkur
* Yfirlið
* Óreglulegur hjartsláttur
* Verkur fyrir brjósti
* Velgja
* Kvíði

Til baka

Taugavefurinn, Parkinsonsveiki og Alzheimers
Höfundar: Sævar Ingþórsson og Kristján Þór Gunnarsson
Vefari: Sævar Ingþórsson
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært: 14.apríl 2001
.