LOL 203
Orsakir Parkinsons
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

Parkinsonsveiki stafar af skorti á boðefninu dópamín í heilanum. Þetta efni er framleitt í miðju heilans sem nefnist djúphnoðukjarni ( basal ganglia ), nánar tiltekið í svartfyllunni
( e. Substantia nigra ). Svo virðist sem taugafrumur ( nigral cells ) deyi í þessum hluta heilans. Frumur þessar framleiða dópamín, sem meðal annars flytur hlutum heilans sem stjórna hreyfingum skilaboð. Þegar frumur deyja í svartfyllinni framleiðir heilinn ekki nægilega mikið af dópamíni og veldur það erfiðleikum við stjórnun vöðvaspennu og vöðvahreyfinga. Yfirleitt þá uppgötvast Parkinsonsveikin ekki fyrr en 80% af frumunum sem framleiða dópamín eru dauðar. Parkinsonsveikin getur verkað misjafnlega á fólk. Hjá sumum ágerist sjúkdómurinn mjög hægt og geta sumir einstaklingar lifað með honum í mörg ár. Hjá öðrum getur ferlið gengið mjög hratt fyrir sig, jafnvel bara nokkra mánuði. Vísindin hafa ekki lært hvað liggur að baki dauða taugafrumnanna í heilanum. Flestir vísindamenn eru þó á því máli að orsökin sé samspil umhverfisaðstæðna og erfða, en það má sjá meira um rannsóknir á því í kaflanum um rannsóknir.

Til baka

Taugavefurinn, Parkinsonsveiki og Alzheimers
Höfundar: Sævar Ingþórsson og Kristján Þór Gunnarsson
Vefari: Sævar Ingþórsson
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært: 14.apríl 2001
.