LOL 203
Rannsóknir á Parkinsonsveikinni
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

Enski læknirinn James Parkinson uppgötvaði sjúkdómin fyrstur manna 1817 og heitir sjúkdómurinn í höfuðið á honum. Enn hefur ekki fundist lækning við Parkinsonsveikinni. Samt sem áður er mikið af rannsóknum í gangi sem verður vonandi haldið áfram þar til lausn finnst. Rannsókn hefur verið gerð á ættgengi Parkinson-veikinnar á Íslandi. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa sterklega til kynna að ættgengi gegni hlutverki í myndun sjúkdómsins. Þannig eru systkini Parkinson-sjúklinga í meiri hættu að fá sjúkdómin en viðmiðunarhópurinn og það sama gildir um þá sem eiga foreldra sem þjást af sjúkdómnum, þó eru þeir sem eiga systkyni með sjúkdómin í ívið meiri hættu. Fram til þessa hefur verið talið að algengasta gerð sjúkdómsins, sem kemur fram í eldra fólki, hafi fyrst og fremst orsakast af umhverfisþáttum. Í íslensku rannsókninni er sýnt fram á að erfðir spila þar einnig hlutverk. Það var unnt að sýna fram á að sjúklingar sem þjást af Parkinson-veikinni eru skyldari innbyrðis en viðmiðunarhópur. Í ljós kom að fjarskyldir ættingjar eru líka í meiri hættu en aðrir á að fá sjúkdóminn. Í rannsókninni kom líka fram að makar sjúklinga voru ekki í aukinni hættu á að fá sjúkdóminn, sem bendir þá til þess að umhverfi á fullorðinsárum hafi ekki áhrif á myndun sjúkdómsins. Hugsanleg ástæða fyrir því að systkyni Parkinson-sjúklinga eru líklegri til að fá sjúkdóminn en börn þeirra er sú að systkyni verði fyrir svipuðum áhrifum frá umhverfi í æsku.

Til baka

Taugavefurinn, Parkinsonsveiki og Alzheimers
Höfundar: Sævar Ingþórsson og Kristján Þór Gunnarsson
Vefari: Sævar Ingþórsson
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært: 14.apríl 2001
.