LOL 203
Þjóðfélagsáhrif Parkinsons
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

Sjúkdómurinn er algengasti taugasjúkdómur sem hrjáir eldra fólk.Talið er að allt að eitt prósent einstaklinga sem náð hafa sextíu og fimm ára aldri þjáist af parkinson-veikinni. Það er talið aðeins um 10% þeirra sem greinist með sjúkdóminn séu undir fjörutíu ára aldri og mjög sjaldgæft er að hann greinist í unglingum. Hér á Íslandi fær einn af hverjum fimm þúsundum Parkinson-veikina árlega. Sjúkdómurinn er skæður um allan heim og þess má geta að yfir ein milljón Bandaríkjamanna þjáist af Parkinson-veikinni og þar greinast tuttugu af hverjum hundraðþúsund með veikina árlega. Ef litið er á tíðni sjúkdómsins með heimsyfirsýn þá er talið að sjúkdómurinn hrjái einn eða tvo af hverjum þúsund og er hann algengari í Evrópu og Norður-Ameríku en í Asíu og Afríku.

Til baka

Taugavefurinn, Parkinsonsveiki og Alzheimers
Höfundar: Sævar Ingþórsson og Kristján Þór Gunnarsson
Vefari: Sævar Ingþórsson
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært: 14.apríl 2001
.