ER PARKINSONSJÚKDÓMURINN ARFGENGUR?

 

Ekki er vitað með vissu hvað það er sem veldur Parkinson, talað er bæði um genatengd og utanaðkomandi áhrif (umhverfi, áhrif eiturefna ofl.) , jafnvel heilabólgu. Í nýlegum rannsóknum héðan frá Íslandi hefur þó komið sterklega fram að miklar líkur eru á því að sjúkdómurinn sé arfgengur. Líkurnar á því að fá sjúkdóminn eru meiri hjá systkinum sjúklingsins ( 6.7% meiri hætta) en hjá börnum þeirra (3.2% meiri hætta) .
Ennþá er þó ekkert hægt að fullyrða um það. Stórar rannsóknir eru í gangi á mörgum stöðum og alltaf er eitthvað nýtt að koma fram.

Til baka