HEFUR MATARÆÐIÐ EITTHVAÐ AÐ SEGJA?
Athygli
vekur að svo virðist sem prótein ( kjöt, fiskur, ostur,
mjólk ofl) hafi áhrif á það hvernig lyf við
parkinsonssjúkdómnum virka. Lyfið sogast hægar inn
í líkamann og nær seinna til heilans þegar það
blandast matnum, en aukahreyfingar verða minni. Sumir sjúklingar
kvarta þó yfir því að lyfin hafi veika og
hæga verkun eftir ríkulega próteinríka máltíð.
Þá virðist frásog dópa úr meltingarvegi
inn í líkamann og til heila seinka vegna mikils matar. Það
hefur verið prófað hjá sjúklingum með alvarleg
parkinsonseinkenni að draga úr próteinneyslu og hefur
það í sumum tilfellum reynst hafa afgerandi áhrif
á það hvernig sjúklingur bregst við lyfjunum.
Virðast amínósýrur í próteinum hindra
levódópa að komast inn í kerfið. Hefur verið
prófað að hafa prótein í lágmarki fyrri
hluta dags og hefur það reynst hafa áhrif á það
hvernig sjúklingurinn bregst við lyfjunum. |