HELSTU EINKENNI :

 

Helstu einkenni parkinsonsveiki eru:
1. Hægt vaxandi tregða í hreyfingum.
2. Vöðvastirðleiki.
3. Skjálfti.
Hjá flestum er hreyfitregðan sú hömlun sem mest ber á, en oft er skjálfti það einkenni sem menn veitafyrst athygli.
Þar að auki geta eftirtalinn einkenni fylgt sjúkdómnum:
-minni hreyfigeta vöðva í andliti. Sviplaust andlit.
-minni raddstyrkur.
-minni munnvatnsframleiðsla.
Einkenna verður yfirleitt fyrst vart í öðrum helmingi líkamans, en með tímanum ná þau yfir allan líkamann.
Þau koma í ljós hægt og sígandi og því er ekki óalgengt að sjúklingurinn taki ekki eftir þeim sjálfur.

" On - Off " hreyfingar.
Eitt erfiðasta verkefni taugasérfræðinga í sambandi við parkinson er að draga úr sveiflum (" on -off " ) og óeðlilegum ósjálfráðum hreyfingum hjá sjúklingum með langt genginn sjúkdóm.
Líðan sjúklingsins getur verið margbreytileg á einum og sama sólahringnum. Á "off" tímabilum getur hann skyndilega orðið mjög hreyfihamlaður með krampakenndan vöðvastirðleika og stundum sárar vöðvaspennur jafnvel með skjálfta eða innri titring og stundum þráláta þörf fyrir þvaglosun.
Á " on-tímabili " geta hreyfingar sjúklingsins verið næstum eðlilegar, hraðar og öruggar, eða þær geta verið hraðar, en stundum blandaðar ósjálfráðum óeðlilegum hreyfingum útlimanna öðrum eða báðum megin eða háls- eða andlitsvöðvum. Þessi einkenni eru háð áhrifum lyfjanna, hvort þau eru jöfn og stöðug allan sólahringinn eða ekki.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Til baka