Á þessari mynd (til hægri) sést hve mikill dópamínskortur er hjá sjúklingi með parkinsonsveiki miðað við hjá heilbrigðum einstaklingi (til vinstri).

HVAÐ ER PARKINSON?

Parkinsonssjúkdómurinn er langvinnur hreyfihömlunar og taugasjúkdómur sem á sér rætur í heilastofni. Um er að ræða dópamíntaugafrumur sem deyja. Dópa er efni sem finnst í heilbrigðum heila en úr því myndast dópamín sem er boðefni sem miðlar taugaboðum frá heila. Þetta dópa vantar að mestu í heila parkinsonsjúklinga sem þýðir að engin sjálfvirk framleiðsla er á dópamíni. Þegar það vantar koma fram ýmis einkenni , stífleiki í vöðvum, skjálfti og minni hreyfigeta. Ekki er enn búið að finna lækningu við sjúkdómnum þótt rannsóknir séu í fullum gangi en hægt er að halda honum í skefjum í langan tíma með lyfjagjöfum.

Til baka