Þessi mynd sýnir taugamót milli tveggja taugafrumna og það hvernig taugaboðefnin eru losuð í taugamót.

Hvað veldur sjúkdómnum ?

Parkinsonssjúkdómurinn orsakast af hægfara dauða taugafrumna í þeim hluta heilans sem nefnist sortuvefurinn (substantia nigra). Rannsóknir hafa sýnt fram á að 60-80% þeirra frumna sem framleiða dópamín eru dauðar þegar sjúkdómseinkenni koma fram.
Af hverju þessar frumur deyja er ekki vitað en talið er að ýmsar breytingar á efnaskiptum í þessum hluta heilans valdi því að þær deyja, einnig er vitað um eiturefni sem valda dauða dópamínfrumna.
Dópamín er boðefni sem miðlar taugaboðum frá dópamíntaugafrumu til næstu taugafrumu, sem hún myndar tengsl við. Þegar dópamínfruman verður fyrir áreiti gefur hún frá sér örlítið dópamín sem lendir á nemum (receptorum-viðtökum) í taugatengslunum á næstu taugafrumu í brautinni og kemur af stað í henni boðspennu sem flytur boðin áfram. Komist boðin ekki áfram teppast eðlilegar hreyfingar en vöðvastirðleiki og skjálfti verða ráðandi. Þegar dópamínnemarnir verða aftur fyrir áreiti hverfur hömlunin og eðlileg hreyfing kemst á að nýju.

 

Til baka