Hversu algengur er sjúkdómurinn?

 

Sjúkdómurinn er algengasti taugasjúkdómurinn sem hrjáir eldra fólk. Hér á Íslandi fær einn af hverjum fimm þúsundum Parkinsonsveiki árlega
Um 5oo Íslendingar eru haldnir sjúkdómnum á hinum ýmsu stigum hans en einhverra hluta vegna er sjúkdómurinn algengari í Evrópu og Norður-Ameríku en í Asíu og Afríku.
Sjúkdómurinn leggst aðallega á fólk á aldrinum 50-65 ára, en þó kemur hann stundum fram hjá fólki undir fertugu.
Tíðni hjá karlmönnum er heldur hærri en hjá konum.

Til baka