Lyfjameðferð:

 

Einkennum sjúkdómsins er hægt að hægja vel á og bæta gæði lífs sjúklinga með nútíma meðferðum.

Helstu úrræðin eru að auka framleiðslu á dópamíni, en þar sem lyfjagjafir þurfa að vera mjög nákvæmar og samspil á milli mismunandi lyfja mismunandi og einstaklingsbundnar, er erfitt að eiga við það . Það getur tekið langan tíma að ná góðu lyfjajafnvægi og engir tveir sjúklingar eru á nákvæmlega sama stiginu .
Lyfin geta svo aftur haft miklar aukaverkanir, sérstaklega í byrjun þegar ekki er búið að finna jafnvægi. Þar má einna helst nefna miklar aukahreyfingar, þegar magnið af dópamíninu er of mikið er mikið um ósjálfráðar hreyfingar , sem reynist sjúklingunum mjög erfitt ,þessar ósjálfráðu hreyfingar minnka þegar réttu lyfjajafnvægi er náð.

Ástæður aukaverkanna :
Of lítið áreiti á nemanna -of litlar hreyfingar
Of mikið áreiti á nemana- of miklar hreyfingar-ofvirkni .

Einnig er talað um geðrænar aukaverkanir, miklar martraðir, ofskynjanir og svima. Dópamínviðtakar eru ekki bara í þeim hluta heilans sem stjórna hreyfingu heldur líka á þeim svæðum heilabarkar sem stjórnar sjóninni og staðsetur okkur í tíma og rúmi.

Til baka