Skurðaðgerðir:

 

Þeir sjúklingar sem skjálfa mjög mikið og fá ekki nægjanlegan bata með lyfjagjöf geta gengist undir aðgerð. Hún er þannig að notaðar eru mjóar nálar og rafstraumur til að brenna burt vissa taugaþræði í heilanum. Þessi aðgerð getur hjálpað sjúklingum að losna við skjálftann þó að hún virki ekki á önnur einkenni sjúkdómsins. Oft koma einkennin aftur í ljós síðar. Einnig er verið að þróa aðrar aðferðir með rafstraumi þar sem hann er notaður til að örva vissa hluta heilans.

Til baka