Á
síðustu árum hafa orðið gífurlegar framfarir
í rannsóknum á taugasjúkdómum og þar
á meðal rannsóknir á parkinsons. Hefur athygli
manna einkum beinst að stofnfrumurannsóknum en með þeirra
hjálp vonast menn til að í framtíðinni verði
hægt að rækta margar tegundir fruma, þar á
meðal taugafrumur sem framleiða dópamín.
Stofnfruma er fruma sem getur gefið af sér allar gerðir
vefja líkamans þ.e. getur breyst í hvaða vef sem
er í líkamanum.
Samkvæmt grein í morgunblaðinu nýverið kemur
fram að lausnin virðist vera í sjónmáli þar
sem gerðar hafa verið tilraunir bæði við Harvardháskóla
og hjá heilbrigðismálastofnun Bandaríkjanna til
að nota ígræddar stofnfrumur úr fósturvísum
.
En hvenær þessi aðferð verður prófuð
á fólki er annað mál og háð pólitískum
dutlungum og siðferðislegum spurningum.
Í Lundi í Svíþjóð eru rannsóknir
líka langt á veg komnar og beinast sjónir manna að
stofnfrumum - fósturstofnfrumum, taugastofnfrumum, húðstofnfrumum
og blóðstofnfrumum sem allar er hægt að nota við
lækningu parkinsonssjúkdómsins, en þær
hafa bæði jákvæða og neikvæða eiginleika.
Ef notaðar eru stofnfrumur úr manneskjunni sjálfri og
hægt væri að nýta þær til að framleiða
nýjar dópamínfrumur hafnar líkami viðkomandi
þeim ekki. En ef notaðar eru stofnfrumur úr fósturvísum
er alltaf hætta á höfnun.
|