Slagæðar hafa 3 lög, úthjúp úr bandvef, miðhjúp úr sléttum vöðva og bandvef og
innjúp úr einfaldri teningsþekju sem fóðrar holrúm æða.
Blóð frá slagæð fer frá hjarta í slagæðlinga til líffæra. Háræðar eru skiptilíffæri hjarta og æðakerfisins. Veggir háræða eru þunnir þannig að næring og súrefni dreifist auðveldega í gegnum þá. Blóð frá háræðum rennur saman í bláæðlinga og bláæð beinir blóði frá vefjum og líffærum til hjarta. Bláæðar hafa 3 lög, úthjúp úr bandvef, miðhjúp úr sléttum vöðva og bandvef og innhjúp úr þekjuvef. Bláæðar hafa ekki dælu. Rákóttir vöðvar þrýsta æðaveggjunum saman við hreyfingu og kemst þannig hreyfing á blóðið. Þær hafa þynnri veggi en slagæðar og eru ekki eins teygjanlegar og bláæðarlokur sjá til þess að blóðið streymi ekki í ranga átt. |