LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka
Æðakerfið.

    Slagæðar hafa 3 lög, úthjúp úr bandvef, miðhjúp úr sléttum vöðva og bandvef og innjúp úr einfaldri teningsþekju sem fóðrar holrúm æða.
Blóð frá slagæð fer frá hjarta í slagæðlinga til líffæra.
Háræðar eru skiptilíffæri hjarta og æðakerfisins. Veggir háræða eru þunnir þannig að næring og súrefni dreifist auðveldega í gegnum þá.
Blóð frá háræðum rennur saman í bláæðlinga og bláæð beinir blóði frá vefjum og líffærum til hjarta.
Bláæðar hafa 3 lög, úthjúp úr bandvef, miðhjúp úr sléttum vöðva og bandvef og innhjúp úr þekjuvef. Bláæðar hafa ekki dælu. Rákóttir vöðvar þrýsta æðaveggjunum saman við hreyfingu og kemst þannig hreyfing á blóðið. Þær hafa þynnri veggi en slagæðar og eru ekki eins teygjanlegar og bláæðarlokur sjá til þess að blóðið streymi ekki í ranga átt.
 

Upp síðuna. / LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka

Hjartað og hjartasjúkdómar.
Höfundar: María Kristín Örlygsdóttir og Þóra Valdís Valgeirsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. mars 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hjarta/hjarta1/aedar.htm