LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka
Hjarta fósturs.

   
Fósturþroski:
Mynd 1. Fósturþroski.
Á 5. viku fósturs fer blóðstreymi að myndast í miðju fóstri í legi móður, sem fljótlega verður frumhjartað. Þegar líða fer að 6. viku fer frumhjartað að slá, þó svo það lýti ekki ennþá út eins og hjarta í barni. Á 7. viku fer blóðið að streyma um líkama fóstursins og hjartað fer að líkjast hjarta barns. Grandskoðun hjartans í enda 7. viku sýnir að slög fósturhjarta eru um 160 slög á hverja mín. Hjartað er algjörlega fullmótað á enda 12. viku og dælir blóði um líkama fósturs, niður tvær slagæðar og í gegnum naflastrenginn til legkökunnar. Á 18. viku er hægt að heyra í hjarta fóstursins með sérstakri hlustunarpípu. Frá og með 24. viku fósturs hefur hjartað náð fullum þroska. Hver rannsókn á móður felur einnig í sér tékkun á hjarta fósturs.

Fósturhjarta er með gat á milli gátta, sporgat og annað op sem er á milli stofnæðar lungna og ósæðar. Slagæðaraufin og sporgatið beinir blóði frá lungum til fylgju.

Það kemur súrefnisríkt blóð frá fylgju í hægri gátt og fer gegnum sporgatið í vinstri hluta hjartans og síðan í ósæðina og þaðan dreifist það með slag- og háræðum til vefja fóstursins. Súrefnissnauða blóðið fer úr vefjum og flæðir í hægri gátt, þaðan gegnum hægra hvolf, svo í stofnæð lungna í slagæðaraufina og inn í ósæðina og kemur svo til baka til fylgjunnar.

Bæði sporgatið og slagæðaraufin lokast algerlega á nokkrum vikum eftir fæðingu. Fyrir kemur að sporgat lokast ekki og kallast það þá hjartagalli og þarf þá að lagfæra það með aðgerð, loka á milli gátta, vegna þess að nú starfar hjartað á annan hátt með tilkomu öndunar.

 

Upp síðuna. / LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka

Hjartað og hjartasjúkdómar.
Höfundar: María Kristín Örlygsdóttir og Þóra Valdís Valgeirsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. mars 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hjarta/hjarta1/fostur.htm