LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka
Háþrýstingur.

   

Blóðþrýstingur er sá þrýstingur sem er í slagæðum líkamans. Hann ræðst fyrst og fremst af samdráttarafli hjartans eða dælustarfsemi og í smáslagæðum líkamans . Blóðþrýstingur hækkar í hvert skipti sem hjartað dregst saman og dælir blóði til slagæða og kallast það við mælingu efri mörk.

Blóðþrýstingur lækkar milli slaga þegar hjartað slakar á eða hvílist, það kallast neðri mörk. Það telst eðlilegur blóðþrýstingur ef efrimörk eru 140 og neðrimörk undir 90. Það fylgir aukin áhætta á æðasjúkdómum ef blóðþrýstingur er of hár , því þá reynir meira á æðakerfið. Ef háþrýstingur fer á alvarlegt stig verða heili og hjarta í sérstakri áhættu vegna aukins þrýstings erfiðar hjartað meira til að halda uppi eðlilegu blóðflæði við, það skemmist innri klæðning kransæða, og með tímanum myndast æðakölkun í kransæðum. Þetta getur orsakað kransæðastífflu og hjartabilun, eins er hætta á heilablóðfalli og að auki geta nýrun skemmst, eins geta æðar í augum skemmst, og önnur líffæri vegna skemmda á æðum.

 

Upp síðuna. / LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka

Hjartað og hjartasjúkdómar.
Höfundar: María Kristín Örlygsdóttir og Þóra Valdís Valgeirsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. mars 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hjarta/hjarta1/hatryst.htm