Þegar fólk fullorðnast geta slagæðar farið að harðna og tapa þá sveigjanleika sínum og ef æðakölkun bætist við getur ástandið orðið alvarlegt. Æðarnar verða stífar og minna blóðflæði um þær. Stundum verður hrörnunin í meginæð en alvarlegustu breytinarnar verða oftast í slagæðum til ganglima og heila. |