LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka
Kransæðastífla.
   
Kransæðastífla:
Mynd 4. Kransæð stíflast.
Tvær kransæðar lyggja á yfirborði hjartans frá meginæð, aorta , og hvíslast um hjartað. Þegar kransæðarstífla verður myndast venjulega blóðsegi, thrombus, í kransæð þar sem fyrir eru þrengsli í æðinni vegna æðakölkunnar. Blóðflæði stöðvast til hluta hjartavöðvans og verða þá skemmdir eða drep í hjartavöðanum.

Stærð drepsins ræðst af ýmsu, svo sem:

  • Staðsetningu stíflunnar, því nær upptökum æðarinnar því stærra drep.
  • Þroska tengirennslis milli hinna einstöku kransæða.
  • orkuþörf hjartavöðvans á augnabliki kransæðastíflu og fleiru.
Þegar aukin andleg eða líkamleg áreynsla er, þarf hjartað meira blóðflæði, og þessar sjúku æðar geta ekki flutt það blóð sem þær eiga að gera, endar það með hjartakveisu. Fjórar af hverjum fimm kransæðastíflum skýrast annað hvort af reykingum, háum blóðþrýstingi, háum blóðfitum eða sykursýki. Áhættan á því að fá kransæðasjúkdóm aða annan æðakölkunarssjúkdóm eykst með aldrinum. Einnig eru karlar í meiri áhættu en konur en þær eru tiltölulega vel varðar af nátturunnar hendi fram yfir tíðarhvörf, en eftir það verður áhætta þeirra svipuð og karla.
 
Upp síðuna. / LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka

Hjartað og hjartasjúkdómar.
Höfundar: María Kristín Örlygsdóttir og Þóra Valdís Valgeirsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. mars 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hjarta/hjarta1/stifla.htm