LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka
Taugavefur hjartans.

   

Hlutverk hjartatauga er að flýta eða seinka hjartsláttartíðni: Parasympatískartaugar eða utansemjutaugar draga úr hjartsláttartíðni, en þær hafa sáralítil áhrif á víkkun æða. Sympatískartaugar eða semjutaugar örva hjartsláttartíðni og auka styrk hvolfasamdrátta.

Hjartsláttartíðni er stjórnað af taugum:

  • Vagustaugin, sem er X. heilataugin, liggur frá mænukylfu til hjartagangráðs. Hún er parasympatísktaug og hægir á eigin slagtakti hjartans eftir þörfum. Stundum kölluð vagus bremsan á hjartað. Hún losar asetylkolin við áreiti.
  • Sympatískartaugar koma frá mænu til hjarta, þær tengjast bæði frumum hjartagangráðar og frumum hvolfa. Þær örfa eigin slagtakt hjartans og gera hvolfasamdrátt sterkari. Þær losa noradrenalín.
Sympatískartaugar liggja til sléttra vöðva í miðhjúp slagæðlinga, boð frá þeim veldur samdrætti sem minnkar þvermál slagæðlinga. Við hindrun á boðflutningi semjutauga í slétta vöðva slagæðlinga, eykst þvermál æðanna vegna slökunar í vöðvanum
 

Upp síðuna. / LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka

Hjartað og hjartasjúkdómar.
Höfundar: María Kristín Örlygsdóttir og Þóra Valdís Valgeirsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. mars 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hjarta/hjarta1/taugar.htm