Slagæðar, arteriae, flytja blóð frá hjarta til allra líffæra og vefja líkamans.
Nafnið (slagæð) er dregið af því að sláttur líkamans merkist í þeim.
Allar slagæðar flytja blóð undir miklum þrýstingi.
Allar slagæðar nema
lungnaslagæðar, a. pulmonalis bera súrefnisríkt blóð.
Mynd 6. Langskorin slagæð. Ef þverskorin slagæð er skoðuð í smásjá má glöggt aðgreina þrjú lög eða hjúpa:
Bláæð, venae, er æð sem leiðir blóð frá vefjum aftur til hjartans. Bláæðaveggir eru að jafnaði þynnri en veggir slagæða. Flestar bláæðar sem eru meira en 2 mm í þvermál eru með lokur sem hindra bakflæði blóðsins. Þessum lokum er raðað þannig að blóðið beinist í átt til hjartans, ekki í gagnstæða átt. Mynd 7. Langskorin bláæð. |