LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka
Slagæðar og bláæðar.

    Slagæðar, arteriae, flytja blóð frá hjarta til allra líffæra og vefja líkamans. Nafnið (slagæð) er dregið af því að sláttur líkamans merkist í þeim. Allar slagæðar flytja blóð undir miklum þrýstingi. Allar slagæðar nema lungnaslagæðar, a. pulmonalis bera súrefnisríkt blóð.
Slagæð:

Mynd 6. Langskorin slagæð.

Ef þverskorin slagæð er skoðuð í smásjá má glöggt aðgreina þrjú lög eða hjúpa:

  • Innhjúpurinn, tunica intima: Hann er þeirra þynnstur, aðeins eitt lag af þekjufrumum.
  • Miðhjúpurinn, tunica media: Hann er langþykkasti hjúpur slagæðaveggjanna. Í honum er teygjanlegur bandvefur og sléttur vöðvavefur og stefna þræðir beggja umhverfis æðina.
  • Úthjúpurinn, tunica adventitia: Hann er gerður úr bandvef, sem gerður er úr stífum og teygjanlegum þráðum. Hann er tiltölulega þunnur í slagæðum, en er þykkasta lagið í veggjum bláæða.

Bláæð, venae, er æð sem leiðir blóð frá vefjum aftur til hjartans. Bláæðaveggir eru að jafnaði þynnri en veggir slagæða. Flestar bláæðar sem eru meira en 2 mm í þvermál eru með lokur sem hindra bakflæði blóðsins. Þessum lokum er raðað þannig að blóðið beinist í átt til hjartans, ekki í gagnstæða átt.

Bláæð:

Mynd 7. Langskorin bláæð.

 

Upp síðuna. / LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka

Bygging hjartans.
Höfundar: Ásdís Gunnarsdóttir, Birna Björk Reynisdóttir, Elfa Rún Árnadóttir og Sif Káradóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. mars 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hjarta/hjarta2/aedar2.htm