LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka
Æðar sem tengjast hjarta.

   
Hjarta:

Mynd 8. Hjartað og æðar sem tengjast því.

Ósæðin, aorta er stærsta slagæð líkamans og flytur súrefnisríkt blóð frá vinstra hvolfi hjartans út í líkamann, þar sem hún síðan greinist í margar minni slagæðar.

Ósæðin:

Mynd 9. Stærstu slagæðagreinarnar út frá ósæðarboganum.

Síðan eru stóru bláæðarnar sem bera súrefnissnautt blóð frá stóru hringrás til hjarta, þær kallast efri og neðri holæð, vena cava inferior et superior.

Til vinstri gáttar liggja fjórar lungnabláæðar, venae pulmonalis, tvær frá hvoru lunganu fyrir sig. Þær bera súrefnisríkt blóð frá lungunum.

Hægra hvolf dælir blóði í stofnæð lungna, truncus pulmonalis, æðastofn sem skiptist í vinstri og hægri lungnaslagæðar, arteriae pulmonalis sin et dext. Þær dæla súrefnisríku blóði til lungna.

 

Upp síðuna. / LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka

Bygging hjartans.
Höfundar: Ásdís Gunnarsdóttir, Birna Björk Reynisdóttir, Elfa Rún Árnadóttir og Sif Káradóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. mars 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hjarta/hjarta2/hjarta.htm