Hjartað, cor er á stærð við krepptan hnefa og það liggur á milli lungna í fremri
hluta brjósthols og er varið með bringubeini eða sternum.
Um tveir þriðju hlutar þessa líkamans.
Hjartað skiptist í tvo hluta, langsum með skilrúmi og því kemmst blóðið ekki beint
frá vinstri hluta þess og til hins hægri.
Mynd 1. Langskorið hjarta. Milli gátta og hvolfa eru síðan AV-lokur, valvae artioventricularis sem sjá um að blóðið fari aðeins til hvolfs frá gátt en ekki öfugt. Hvor AV-loka er með bandvefjarblöðkur sem teygja sig frá innanverðum hjartaveggnum. AV- lokan milli hægri gáttar og hægra hvolfs er með þrjár blöðkur og nefnist þríblaðka, valva tricuspidalis. Vinstri lokan er með tvær blöðkur og nefnist tvíblaðka valva bicuspidalis.
Mynd 2. Lokur milli hjartahólfa. Blöðkur AV-lokanna eru tengdar spenavöðvum, m.papillares sem skaga inní holrúm beggja hvolfa og tengjast sinastrengjum, chorade tendieae sem eru bandvefjarþræðir og festast á brúnir lokanna sem aðskilja hvolfin og gáttirnar. Þegar gáttirnar fyllast blóði eykst þrýstingur á lokurnar og þær gefa eftir og opnast. Þegar samdráttur verður í hvolfunum þrýstist blóðið gegn lokunum og þær lokast. Samdráttur spenavöðvanna og togkraftur sinastrengjanna koma í veg fyrir að lokan falli inn í gáttina.
Mynd 3. Spenavöðvar og sinastrengir. Hálmánalokurnar, valvae semilunaris draga nafn sitt af þremur vösum sem líkjast hálfmána og varða útrennsli frá hvolfum.
Mynd 4. Hálfmánalokur. Önnur þeirra er ósæðarloka, valva aortae er milli vinstra hvolfs og ósæðar og hin stofnæðarloka, valva trunci pulmonalis er milli hvolfs og stofæðar lunga. |