LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka
Hjartahólf og lokukerfi.

    Hjartað, cor er á stærð við krepptan hnefa og það liggur á milli lungna í fremri hluta brjósthols og er varið með bringubeini eða sternum. Um tveir þriðju hlutar þessa líkamans.

Hjartað skiptist í tvo hluta, langsum með skilrúmi og því kemmst blóðið ekki beint frá vinstri hluta þess og til hins hægri.
Hvor hjartahelmingur skiptist svo í tvo hluta: gáttir, atrium og hvolf, ventriculus og er kallað hægri og vinstri gátt og hægri og vinstri hvolf. Á milli hægri og vinstri hjartahluta eru hjartaskilveggur, septum cordis.

Hjarta:

Mynd 1. Langskorið hjarta.

Milli gátta og hvolfa eru síðan AV-lokur, valvae artioventricularis sem sjá um að blóðið fari aðeins til hvolfs frá gátt en ekki öfugt. Hvor AV-loka er með bandvefjarblöðkur sem teygja sig frá innanverðum hjartaveggnum. AV- lokan milli hægri gáttar og hægra hvolfs er með þrjár blöðkur og nefnist þríblaðka, valva tricuspidalis. Vinstri lokan er með tvær blöðkur og nefnist tvíblaðka valva bicuspidalis.

Hjartalokur:

Mynd 2. Lokur milli hjartahólfa.

Blöðkur AV-lokanna eru tengdar spenavöðvum, m.papillares sem skaga inní holrúm beggja hvolfa og tengjast sinastrengjum, chorade tendieae sem eru bandvefjarþræðir og festast á brúnir lokanna sem aðskilja hvolfin og gáttirnar. Þegar gáttirnar fyllast blóði eykst þrýstingur á lokurnar og þær gefa eftir og opnast. Þegar samdráttur verður í hvolfunum þrýstist blóðið gegn lokunum og þær lokast. Samdráttur spenavöðvanna og togkraftur sinastrengjanna koma í veg fyrir að lokan falli inn í gáttina.

Hjarta:

Mynd 3. Spenavöðvar og sinastrengir.

Hálmánalokurnar, valvae semilunaris draga nafn sitt af þremur vösum sem líkjast hálfmána og varða útrennsli frá hvolfum.

Hálfmánalokur:

Mynd 4. Hálfmánalokur.

Önnur þeirra er ósæðarloka, valva aortae er milli vinstra hvolfs og ósæðar og hin stofnæðarloka, valva trunci pulmonalis er milli hvolfs og stofæðar lunga.

 

Upp síðuna. / LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka

Bygging hjartans.
Höfundar: Ásdís Gunnarsdóttir, Birna Björk Reynisdóttir, Elfa Rún Árnadóttir og Sif Káradóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. mars 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hjarta/hjarta2/holf.htm