LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka
Staðsetning hjarta.

    Hjartað liggur vel varið í miðmæti, mediastinum, milli lungnanna í brjóstholinu, örlítið til vinstri. Um tveir þriðju hlutar þessa keilulaga líffæris liggja vinstra megin við miðlínu líkamans. Breiðari hluti hjartans er kallaður hjartabotn, basis cordis og hann snýr upp og liggur neðan við annað rifjapar. Hvassari endinn er kallaður hjartapunktur, apex cordis og hann vísar niður til vinstri og hvílir á þindinni.  

Upp síðuna. / LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka

Bygging hjartans.
Höfundar: Ásdís Gunnarsdóttir, Birna Björk Reynisdóttir, Elfa Rún Árnadóttir og Sif Káradóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. mars 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hjarta/hjarta2/stadur.htm