Hjartaveggirnir, eru mun þykkari í hvolfunum en í gáttunum,
því hvolfin dæla blóðinu frá hvolfunum með miklum krafti en þegar það kemur
aftur inn í gáttirnar er mun minni þrýstingur á því og þykkasti veggurinn er
í vinstra hvolfi. Þar verður þrýstingurinn að vera hæfilega mikill til að dæla
blóðinu í ósæðina.
Hjartaskilveggur, septum cordis aðskilur alveg vinstri og hægri hjartahelminga
og milli gátta er gáttaskil, setum interatriale.
Lög hjartaveggjarins:
Samdráttur hjartans fer fram í gangþráði eða gúlpshnúti, nodus sinusatrialis sem er staðsettur í afturvegg hægri gáttar. Þetta er þykkildi og sér um samdrátt hjartans.
Mynd 5: Gangráður hjartans og leiðslukerfi. |