LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka
Hjartaveggur.

    Hjartaveggirnir, eru mun þykkari í hvolfunum en í gáttunum, því hvolfin dæla blóðinu frá hvolfunum með miklum krafti en þegar það kemur aftur inn í gáttirnar er mun minni þrýstingur á því og þykkasti veggurinn er í vinstra hvolfi. Þar verður þrýstingurinn að vera hæfilega mikill til að dæla blóðinu í ósæðina. Hjartaskilveggur, septum cordis aðskilur alveg vinstri og hægri hjartahelminga og milli gátta er gáttaskil, setum interatriale.

Lög hjartaveggjarins:
Innst er hjartaþel, endocardium, sem er úr mjúku innþeli sem hvílir á bandvef. Þar utan við er hjartavöðvinn, myocardium, en það fer lang mest fyrir honum. Samdráttur hans dælir blóðinu. Yst er síðan yðraþynnan en hún er Hluti af gollurhúsinu.
Í hjartaveggnum eru ógrynni af taugum, blóðæðum og sogæðum.

Samdráttur hjartans fer fram í gangþráði eða gúlpshnúti, nodus sinusatrialis sem er staðsettur í afturvegg hægri gáttar. Þetta er þykkildi og sér um samdrátt hjartans.

Hjarta:

Mynd 5: Gangráður hjartans og leiðslukerfi.

 

Upp síðuna. / LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka

Bygging hjartans.
Höfundar: Ásdís Gunnarsdóttir, Birna Björk Reynisdóttir, Elfa Rún Árnadóttir og Sif Káradóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. mars 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hjarta/hjarta2/veggur.htm