LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka
Blóðrennsli til og frá hjarta.

    Blóðið sem til hjartans streymir frá öllum líffærum líkamans safnast að lokum saman í 2 bláæðum, efri og neðri holæðum. Blóð þeirra rennur í hægri gátt, þaðan niður í hægra hvolf sem spýtir því gegnum lungun. Þar losnar blóðið við koltvísýringinn og tekur til sín nýjar birgðir súrefnis. Frá lungunum rennur blóðið eftir lungnabláæðunum og í vinstri gátt. Gáttirnar taka við öllu því blóði sem streymir til hjartans og á milli hjartaslaga linast vöðvaveggirnir og hólfin fyllast blóði. Þegar hvolfin linast eftir hvert slag, flæðir blóðið frá gáttunum inn í þau, því næst dragast gáttirnar saman, tæmast og fylla hvolfin. Þegar samdrátturinn er það langt kominn að þrýstingur í hvolfi er orðinn meiri en í ósæð, opnast lokurnar og blóðið streymir út í slagæðakerfið. Svo linast vöðvaveggir hjartans og lokast þá lokurnar í ósæð aftur.

Þannig starfar hjartað í sífellu, en þó misjafnlega mikið eftir álagi hverju sinni.

 

Upp síðuna. / LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka

Bygging og starfsemi hjartans. Hjartasjúkdómar.
Höfundar: Fanney Ólafsdóttir, Freyja Fanndal.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. mars 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hjarta/hjarta3/rennsli.htm