LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka
Hjartasjúkdómar.

    Hjartasjúkdómar geta verið mjög hættulegir þar sem hjartað er eitt aðallíffæri líkamans. Meirihluti hjartasjúkdóma gerir vart við sig á fullorðinsárunum og á það rót sína að rekja til blóðrásatruflana vegna breytinga á kransæðum.

Tvær gerðir af kransæðasjúkdómum verður fjallað um hér, en það eru hjartakveisa og hjartaslag.

Hjartakveisa er ekki næstum því jafn alvarleg og hjartaslag og eru verkirnir aðeins í stuttan tíma í einu, vegna þess að blóðrásartruflanir eru ekki varanlegar, ef til vill eingöngu vegna þess að í bili eru gerðar meiri kröfur til blóðrásarinnar en æðarnar eru færar um. Verkirnir eru vanalega undir bringubeini og koma langsamlega oftast við áreynslu. Hjartakveisan er engan veginn svo vonlaus sjúkdómur sem oft er af látið. Hún getur haft mjög alvarleg einkenni, en hins vegar lifa margir góðu lífi með henni eftir að hafa lært á hana og hvað þeir mega borða og hvernig þeir mega hegða sér.

Við lokun á kransæðum, eða kransæðagreinum eru verkirnir eins og við hjartakveisu nema verri og ástæðan er sú sama, það er ófullnægjandi blóðrás til hjartavöðvans. Munurinn er sá, að við hjartaslagið lokast kransæð eða grein kransæðar af blóðstorku og sá hluti sem æðin átti að næra er til frambúðar sviptur blóðrás sinni. Ef æðin eða æðagreinin er stór, eða engar æðar geta komið í stað þeirrar lokuðu getur þetta verið mjög hættulegt. Önnur einkenni verkja koma líka fram og er næstum alltaf áberandi mæði eða andþrengsli, nokkur hósti, vegna þess að vökvi safnast í lungu vegna lélegrar hjartastarfsemi. Sjúklingarnir eru oft bláleitir og kaldir og æðasláttur þeirra hraður og lítill og oft óreglulegur.

Sjúklingum með hjartakveisu líður betur ef þeim er leift að lífa lífi sínu eins og hægt er, en á hinn bóginn verða sjúklingar með hjartaslag að fá algera hvíld og góða læknishjálp eftir slagið.

 

Upp síðuna. / LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka

Bygging og starfsemi hjartans. Hjartasjúkdómar.
Höfundar: Fanney Ólafsdóttir, Freyja Fanndal.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. mars 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hjarta/hjarta3/sju.htm