Mynd 1. Hjartað, séð að framan. Hjartað er nokkurs konar hol vöðvapumpa, sem pumpar stanslaust blóði um allan líkamann. Þó það sé ekki stærra en hnefi, pumpar það um 304 milljónum lítra af blóði á meðal mannsævi. Stóru æðarnar sem liggja við hjartað flytja blóðið til lungna og þaðan út um allan líkamann og síðan til baka aftur. Minni æðarnar á yfirborði hjartans sjá því fyrir næringu og súrefni og flytja burtu aðskotaefni eins og til dæmis koltvísýring (CO2). |