LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka
Inngangur.

    Hjartað er holur vöðvi á stærð við hnefa þess sem hjartað er í og vegur minna en hálft kíló. Það inniheldur fjögur hólf. Þau heita: hægri gátt, vinstri gátt, hægra hvolf og vinstra hvolf.

Um þessi hólf fer flutningur blóðs um líkamann fram. Vöðvinn dregst um það bil einu sinni saman á sekúndu og dælir blóðinu út úr hólfunum í sterkar pípur sem kallast slagæðar. Það blóð sem dælist út kallast súrefnisríkt blóð því það hefur farið í gegn um lungu og tekið upp nægt súrefni. Blóðið þrýstist um allan líkamann og þegar hjartað slakar á, fyllast hólfin aftur af blóði sem berst um aðrar pípur sem nefnast bláæðar. Það blóð kallast súrefnissnautt, því það er búið að bera súrefni sem það fékk til líkamans og þarf nú að komast aftur til lungna til að fá meira súrefni.

Hjartað hefur svokallaðan hjartabotn eða basis cordis og hjartatopp eða apex cordis. Hjartabotninn er breiðari hluti hjartans og snýr hann upp og liggur neðan við annað rifjapar. Hjartatoppurinn er hvassari endinn, hann vísar niður og hvílir á þindinni.

Á mínútu dælir hjartað allt frá 5 l. og upp í 35 l. á mínútu. Það fer eftir breytingum á líkamsstarfseminni. Send eru boð frá heila með taugum eða hormónum.

Hjartað liggur vel varið í svokölluðu miðmætti eða mediastinum, sem er í brjóstholinu á milli lungnanna. Um tveir þriðju hlutar þess liggja vinstra meginn við miðlínu líkamans.

Það má segja að hjartað sé ein áreiðanlegasta dæla sem til er. Það getur slegið í 100 ár eða lengur án hvíldar.

 

Upp síðuna. / LOL 203, verkefni nemenda vorönn 1999 / til baka

Hjarta.
Höfundar: Gísli Rúnar Guðmundsson, Svanur Bjarki Úlfarsson og Þórhallur Reynir Stefánsson.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært 30. mars 1999.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hjarta/hjarta4/inng.htm