| |
Atburðarás í einum hjartslætti nefnist hjartahringur.
Sérhver hringur tekur u.þ.b. 0,8 sekúndur
þannig að hringirnir eru um 72 á mínútu.
Í hjartahring felst hvort tveggja í senn að blóði er
dælt út út hjartanu og hjartað slakar meðan það
fyllist blóði. Samdráttarbilið nefnist
efri mörk - sýstóla
og slökunarbilið neðri mörk - díastóla.
Mynd 9.
Blóðþrýstingur. |
Hjartahringur hefst með því aðboðspenna kviknar
sjálfkrafa í gangráðnum og breiðist síðan
umhjartavöðvann og veldur gáttasamdrætti.
Blóði er þrýst frá gáttum tilhvolfa.
Við samdrátt í gáttum opnast tvíblaðka og
þríblaðka. Stóru slagæðarnar eru þá
lokaðar. Þegar gáttir slakna fyllast þær af
blóði frábláæðunum. Á þeim tíma eru
AV-lokurnar (þríblaðka og tvíblaðka) lokaðar en
hvolfin í þann mund að dragast saman og þrýsta
blóði út um hálfmánalokurnar til
ósæðar og lungnastofnæðar.
Síðan þegar hvolf slakna loka lokurnar ósæð og
stofnæð og þá heyrist "lubb"
í þríblöðku og tvíblöðku sem gefur upphaf
hvolfamarka (efri mörk) til kynna (þær loka hvolfunum á
milli gátta og hvolfa um leið og hvolfin byrja að dragast saman).
Hljóðið heyrist lágt og er tiltölulega langdregið.
Annað hjartahljóð lætur vita af upphafi hvolfasamdráttar
(neðri mörk) og verður til þegar
óæðar- og stofnæðarlokur"skella að stöfum".
Skellurinn sem er hraður veldur "dupp" hljóði.
Neðri mörk vara ekki lengur en efri mörk þannig að slái
hjartað eðlilega verður agnarlíðið hlé á eftir
öðru hjartahljóði. Þannig heyrist "lubb dupp",
hlé,"lubb dupp", hlé o.s.frv. |
Stöku sinnum heyrist
þriðja hljóðið sem er
fullkomlega eðlilegt. Það er dauft og er erfitt að heyra það,
jafnvel með hlustpípu, stethoscope, ogheyrist þegar blóð
spýtist til hvolfanna sem þegar eru fyllt að hluta til.
|