Sláttarmagn er það blóðmagn sem hvolf dælir í einum samdrætti. Útfallhjartans er það magn sem blóðið dælir á hverri mínútu.
Taugaboð sem hægja á hjartslætti koma frá utansemjutaugum sem eiga upptök sín í hjartastöð í mænukylfu. Þessi taugaboðberast til gangráðs og AV-hnúts með X.-heilatauginni sem heitir Vagustaug. Áreiti á utansemjutaugarnar fær þær til þess að losa taugaboðefnið asetýlkólín sem hægir á hjartslættinum. Þau taugaboð sem örva hjartsláttinn berast með semjutaugum sem eiga upptök sín ofarlega á brjósthluta mænu og ná til hjartavöðvans með nokkrum taugum sem liggja til hnúta og einnig til vöðvaþráða. Þegar þessar semjutaugar eruörvaðar þá losa þær boðefnið noradrenalín sem hraðar hjartslætti og styrkir hvolfasamdrættina. Sterkari hvolfasamdráttur þýðir að meira blóð er losað úr hvolfunum í hverju slagi. Við mikið álag losar svo nýrnahettumergurinn noradrenalín og adrenalín sem líka eykur tíðni hjartsláttar. Hjartastöðvarnar sem eru í mænukylfunni sjá svo um að halda jafnvægi á þessum taugaboðum sem annaðhvort hraða eða hægja á hjartsláttartíðninni. Í hringrásarkerfi líkamans eru ýmsar stöðvar sem senda boð (t.d. um blóðþrýsting) til hjartastöðvanna. Hjartastöðvarnar bregðast svo við með því að senda af stað taugaboð um að breyta tíðni hjartsláttarinns ef það er nauðsynlegt. Hár líkamshiti getur aukið hjartsláttartíðnina og sótthiti getur t.d. aukið tíðnina upp í 100 slög á mínútu. Fari líkamshitinn hins vegar lækkandi þá fækkar hjartaslögum. Það magn bláæðablóðs sem berst til hjartans hefur þó sennilega úrslita áhrif á það blóðmagn sem fer frá hjartanu, þ.e. því meira bláæðablóð sem kemur til hjartans því meira er hægt að dæla frá því. Við aukið magn blóðs í hjartanu þá tognar meira á þráðum hjartavöðvans. Vöðvaþræðirnir dragast síðan saman með meiri krafti og hjartað dælir þar með meira blóðmagni út í slagæðarnar. Með auknu sláttarmagni á þennan hátt þá getur hjartað aukið slagmagnið úr 5 lítrum á mínútu og upp í allt að 14 lítra á mínútu. |