|
Helstu sjúkdómar í brisi, sykursýki.
-
Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af of miklu sykurmagni í blóði.
Í stórum dráttum má skipta þeim í tvo hópa sem hafa sykursýki þ.e. insúlínháða sykursýki
og insúlínóháða sykursýki.
-
Insúlínháð sykursýki: Í þessu afbrigði sem einkum leggst á ungt fólk myndar brisið
mjög lítið eða ekkert insúlín og eru sjúklingarnir því háðir insúlín sprautum.
Orsökin er talin vera sú að líkaminn (ónæmiskerfið) ræðst gegn eigin brisi og skaðar
eða eyðileggur insúlín myndandi frumurnar.
Meðferð við þessari gerð af sykursýki er veitt með insúlín sprautum.
-
Insúlínóháð sykursýki: Í þessu afbrigði, sem einkum leggst á eldra fólk myndast insúlín í
brisinu en magn þess fullnægir ekki þörfum líkamans og nægir yfirleitt töflumeðferð eða
meðferð með breyttu mataræði.
- Það er sameiginlegt báðum tegundunum af sykursýki að líkaminn getur ekki nýtt sér sykurinn
úr fæðunni á eðlilegan hátt. Til þess að sykur nýtist sem orkugjafi í
líkamanum þarf hann að komast úr blóðinu inn í frumurnar.
Insúlínið, sem er framleitt í betafrumum briskirtilsins,
er lykillinn sem hleypir sykrinum inn í frumurnar.
- Við insúlínháða sykursýki hafa betafrumurnar skemmst, þannig að þaðan kemur lítið
sem ekkert insúlín.
Við insúlínóháða sykursýki er vandinn aftur á móti sá,
að frumurnar eru ónæmar fyrir áhrifum insúlínsins.
- Í báðum tilvikum verður afleiðingin sú að sykurinn kemst ekki inn í frumurnar,
heldur safnast fyrir í blóðinu og víðar um líkamann og veldur margvíslegum óþægindum,
svo sem þreytu, þorsta, miklum þvaglátum, pirringi í fótum og fleiru.
- Þegar uppgötvaðist fyrir um 70 árum að hægt væri að meðhöndla sykursýki með insúlíni,
gjörbreyttust lífshorfur sykursjúklinga en þó komu önnur vandamál fram á sjónarsviðið,
en það eru svokallaðir fylgikvillar sykursýkinnar.
|