Eistalyppan er aftast í eistanu og sáðpíplurnar sameinast í því. Inni í lyppunni er ein hlykkjótt rás, og ef að rétt væri úr hlykkjunum þá mundi hún mælast um 6 m löng. Í lyppunni safnast sáðfrumur saman og ná endanlegum þroska áður en þeim er skotið á vit ævintýranna. Í framhaldi af lyppurásinni liggur svo sáðrás upp úr pung og í boga inn undir þvagblöðru. Í einu sáðláti losna um 2 til 4 ml af sæði, í því eru að jafnaði um 200 milljón sáðfruma. |