LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Eistu.

Sterar.

musculus biceps brachii:
Musculus biceps brachii krepptur.
Sterar eru oftast karlkyns hormón (andrógen) sem auka myndun vöðvavefs líkamans, nýtast þannig þeim sem þurfa stærri vöðva og meiri kraft. Einnig eru til aðrir sterar sem auka súrefnisupptöku líkamans sem þá nýtist þolíþróttamönnum.

Allt heilbrigt fólk myndar í líkama sínum visst magn af sterum, en það er lífsnauðsynlegt fyrir ýmsa líkamsstarfsemi.

Dauði í versta falli er ein af afleiðingunum misnotkunar á sterum. Rannsóknir benda til að steranotendur sýni sömu einkenni og fíkniefnaneytendur. Steranotendur fá mikil fráhvarfseinkenni, verða þunglyndir, fá kvíðaköst og í versta falli sjálfsmorð er þeir eru að hætta. Rannsóknir benda til að sterar séu krabbameinsvaldandi, stuðla að krabbameini í eistum.

Notkun stera leiðir til vöntunar á lifandi sáðfrumum í sæði (geldsæði) eða sæðisfrumnabrestur og visnun á eistum, ófrjósemi, stækkun á blöðruhálskirtli og brjóstastækkun hjá körlum. Hjá konum eru afleiðingarnar snípstækkun, skeggvöxtur, skalli, dimm rödd og brjóstaminnkun. Hjá báðum kynjum breytist hlutfall kólesteróls í blóðinu sem eykur líkurnar á hjarta og æðasjúkdómum, breyting á skapferli og geði, bræði, oftrú á eigin getu og aukinni kynhvöt. Er neyslu er hætt verða neytendur þreyttir, svartsýnir, gleðilausir, minnkuð kynhvöt (eistun minnka) og aukin löngun í stera og vímuefni almennt, aukin fíkn.


Hormónavefurinn. Eistu.
Höfundar: Pálmar Örn Guðmundsson og Lárus Arnar Guðmundsson.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært nóvember 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon10/sterar.htm