Til baka
        Heiladingullinn er staðsettur undir heilanum og tengist afturhluti hans taugabrautum heilans. Þá tengist hann jafnframt undirstúkunni með stilki eða sígli. Heiladingullinn er jafnan nefndur yfirkirtill líkamans sökum þeirra stýrihormóna sem hann framleiðir. Heiladingullinn er ótrúlega smár eða á stærði við baun og vegur hann aðeins um 0,5 g. Miðað við stærð  er heiladingullinn ótrúlega fjölvirkur og mikilvægur innkirtill. 
         Heiladingullinn skiptist í 2 alls óskylda hluta, framhluta (kirtildingull ~lobus anterior) og afturhluta (taugadingull ~ lobus posterior) Kirtildingullinn er úr kirtilþekjuvef og losar hann og myndar alls 6 hormón. Taugadingullinn er gerður úr taugaveg og losar hann 2 af þeim hormónum sem undirstúka framleiðir.

Innkirtlavefur. Heiladingull, bygging.
Höfundar og vefarar: Bjarnheiður Jónsdóttir, Harpa Rut Heiðarsdóttir og Viktoría Björk Erlendsdóttir.
Kennari: Sigurlaug Kristmannsdóttir
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi