Til baka
Skortur á vaxtarhormónum.

            Skortur á vaxtarhormónum getur stafað af litningagalla sem oft er arfgengur, einnig getur súrefnisskortur í fæðingu og sjúkdómar sem herja á heiladingulinn, heilann eða lifrina valdið þessum skorti. Þriðja skýringin er sú að skortur sé á leysihormóni frá undirstúku eða um galla í viðtökum sé að ræða.
            Skorturinn lýsir sér þannig að bera fer á minnkuðum lengdarvexti um eða eftir 6-18 mánaða aldur og eftir 4-5 ára aldur er lengdarvöxtur ekki meiri en 4 cm á ári. Þá taka börn með skort á vaxtarhormóni gjarnan seint tennur og safnast gjarnan fita í tiltölulega þykkt fitulag undir húðinni og þá gjarnan utan á bolinn. 
             Skortur af þessu tagi er meðhöndlaður með lyfjagjöf og ef skortur er greindur nógu tímanlega er hægt að bæta nokkrum sentimetrum við en þó nær einstaklingurinn aldrei eðlilegri hæð.
 

Innkirtlavefur. Heiladingull, skortur á vaxtarhormóni.
Höfundar og vefarar: Bjarnheiður Jónsdóttir, Harpa Rut Heiðarsdóttir og Viktoría Björk Erlendsdóttir.
Kennari: Sigurlaug Kristmannsdóttir
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi