LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Sykursýki.
Insúlín.

Insúlín er ekki sama og Insúlín og það er misjafnt eftir uppruna. Efnið Insúlín er byggt upp sem keðja af 51 amínósýrum og lengst af hefur insúlínið sem sykursjúkir sprauta í sig komið úr nautum og svínum og er svína insúlínið komið úr náttúrunar hendi og líkast okkar. Sykursjúkir sprauta sig með mismunandi insúlíni en best er að sprauta í sig því insúlíni sem er nákvæmlega eins og okkar. Efnafræðilegar tilraunir hafa verið gerðar til að búa til eins insúlín og okkar og einnig hefur verið reynt að breyta insúlíni úr svínum og líkja eftir okkar.

Frederic Banting læknir og Charles Best fundu insúlínið upp árið 1921. Fyrir það voru lífslíkur sykursjúkra 2-3 ár og um 1930 voru þær 25-30 ár. Í dag eru til dæmi um að fólki með sykursýki hafi sprautað sig í meira en hálfa öld. Eftir að insúlínið kom á almennan markað kom í ljós að líf sykursjúkra lengdist ekki næstum því eins mikið og búist var við og vonast var eftir. Þá var farið að leggja áherslu á meðhöndlun sjúklinga með mataræði og hreyfingu.

Það þarf að sprauta inaúlíni undir húð því ef það er ekki gert eyðilegst það í meltingarveginum. Insúlín er ekki afgreitt nema með lyfseðli, það má ekki frjósa og á að geymast í kæli. Því fleiri sprautur yfir daginn því betur vegnar sjúklingnum.


Hormónavefurinn. Sykursýki.
Höfundar: Hjördís Guðrún Brynjarsdóttir og Hjördís Rut Albertsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært nóvember 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon18/insulin.htm