LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Sykursýki.
Sykursýki, insúlínóháð.

Sykursýki á meðgöngu uppgötvast yfirleitt á meðgöngunni en hverfur oftast eftir fæðingu barnsins. Þessi sykursýki er algeng hjá konum sem eiga skildfólk með sykursýki eða eru og þungar. Þetta er yfirleitt einkennalaus sjúkdómur og þarf því að fara í þess konar próf eða öðru nafni sykurþolspróf til að ganga úr skugga um það. Konur sem verða fyrir því að fá meðgöngusykursýki eiga í hættu um að fá insúlínóháða sykursýki seinna meir því insúlínframleiðsla minnkar með árunum. Með því að forðast þætti eins og offitu, óhollt mataræði og litla hreyfingu er hægt að koma í veg fyrir sjúkdóminn.

Orsök:

Meðan á meðgöngu stendur er insúlínþörf líkamans meiri en venjulegt er og ef briskirtillinn getur ekki svarað þeim þörfum þróast sykursýki. Eftir fæðinguna verður insúlínþörfin eðlileg á ný og sykursýkin hverfur.

Sykurþolspróf er fengið:

  • Ef það er ættarsaga um sykursýki og gildir þá einu hvora tegundina er um að ræða.
  • Ef móðir hefur áður fætt stór börn (>4500grömm).
  • Ef móðir þjáist af offitu fyrir þungun.
  • Ef konan hefur haft tvö eða fleiri fósturlát.
  • Ef konan hefur áður haft óeðlilegt sykurþolspróf.
  • Ef glúkósi finnst í þvagi tvisvar eða oftar.
  • Ef konan er eldri en 35 ára.

Bati:

Ef að sykursýki á meðgöngu er hætta á ýmsum fylgikvillum, barnið verður mjög stórt og getur fengið blóðsykursfall eftir fæðingu o.fl. og mikil hætta er á fóstureitrun með háum blóðþrýsting.


Hormónavefurinn. Sykursýki.
Höfundar: Hjördís Guðrún Brynjarsdóttir og Hjördís Rut Albertsdóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært nóvember 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon18/medga.htm