Þessi tegund af sykursýki er stundum kölluð fullorðinssykursýki (öldrunarsykursýki). Allar frumur líkamans þarnast insúlíns meðal annars til að taka til sín þrúgusykur (glúkósa) úr blóðinu. Insúlínóháð sykursýki er algengast hjá fullorðnu fólki sem er yfir kjörþyngd. Ekki þarf alltaf að meðhöndla sjúkdóminn með insúlíngjöf þó það komi fyrir. Oft nægir það að sjúklingurinn neyti rétts mataræðis eða taki töflur sem lækka blóðsykurinn. Orsök: Sjúkdómurinn er blanda af ófullnægjandi insúlínsframleiðslu í briskritli og minnkandi næmni fyrir insúlíni í frumum líkamans. Einkennin er þreyta, þorsti, tíð þvaglát, þyngdartap í kjölfar lítillar matarlystar, kláði umhverfis kynfæri, aukin hætta á sýkingum í húð, munni eða leggöngum. Þeir fá frekar sykursýki sem:
|