LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Undirstúka, hypothalamus

Lokaorð, finale.

  Hvar er garðurinn hæstur? Jú þar sem Halldóra og Friðbjörg hanga, úrvinda ungar snótir, dauðþreyttar á undirstúkunni.

Undirstúkan þetta litla frábæra líffæri, svo undursamlega flókið, svo dásamlega dularfullt, og svo gríðarlega spennandi, vakti strax athygli okkar og áhuga. Okkar eigin undistúkur þráðu áskorun. Það verður að viðurkennast að á tímabili komu upp hugmyndir um hvort við ættum ekki að skipta yfir í t.d "bara skjaldkirtil", það var freistandi þegar við okkur blöstu eintómar blindgötur í heimildarsöfnun og tíminn leið. En kjarnakonurnar við voru ekki á þeim brókunum að gefast upp þótt á móti blési, og því meiri fróðleik sem við fundum því spenntari og forvitnari urðum við. Í dag eru við alsælar, að hafa kynnst undirstúkunni, hvernig hún hefur hvoru tveggja líffræðileg áhrif á líkamann okkar og hvernig hún stjórnar tilfinningum okkar.

Ég elska þig af allri minni undirstúku hljómar kannski ekki mjög rómantískt, en þó rétt, því tilfinningarnar koma í raun frá undirstúkunni, hjartað er bara vöðvi sem dælir blóði og hefur ekkert með tilfinningarnar að gera (ævagamall misskilningur).

Undirstúkan framleiðir lika oxitósín, hormón hamingju og gleði. Læknavísindin hafa komist að því að við ástúð, klapp og kelerí örvast framleiðslan á því. Oxitósin styrkir ónæmiskerfið, minnkar streytu og kvíða og hefur góð áhrif á vöxt barna. Það hefur sýnt sig að tilfinningar fólks má sjá á líkama þess og líkamsburðum, ef fólk er spennt, stressað, fullt af reiði eða hefur orðið fyrir áföllum getur það orðið andlega og líkamlega veikt. Þessu fólki er hættara við kviðverkjum, vöðvabólgu, bakverkjum, of háum blóðþrýsting, liðagigt o.fl sökum þess að undirstúkan nær ekki að framleiða nægt oxitósín, það er því augljóst að virk undirstúka getur skipt sköpum, jafnt í heilbigðisstéttinni, þjóðfélaginu og hjá mér og þér. Stuðlum að andlegu og líkamlegu heilbigði.
VERUM GÓÐ HVORT VIÐ ANNAÐ !!

Kyss Kyss


Hormónavefurinn. Undirstúka, hypothalamus.
Höfundar: Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir og Halldóra Guðlaug Helgadóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært nóvember 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon2/finale.htm