|
Hlutverk undirstúku:
- Hún tengir hjarnabörk og lægri stöðvar dultaugakerfisins. Með örvun á ákveðna hluta undirstúku er hægt á hjartstætti. Hún er mikilvægur tengiliður hugar (vitsmuna) og líkamsstarfssemi.
-
Hún hlekkjar taugakerfi og innkirtla. Bæði kerfin tengjast heiladingli hvað byggingu og starfsemi varðar. Áður hefur verið rætt hvaða hormón það eru og hvernig þau virka.
-
Undirstúka tekur þátt í viðhaldi vökvajafnvægis. Einnig hefur það verið útskýrt fyrr.
-
Hún stillir líkamshitann.
-
Matarlystar- og mettunarstöðvar í undirstúku stilla átþörf.
-
Undirstúka hefur áhrif á kynhegðun og geðshræringar Þar eru staðsettar miðstöðvar sem meta hvort atburðir eru ánægjulegir eða sársaukafullir.
|