LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Undirstúka, hypothalamus
Kynning á starfsemi undirstúku, byggingu og hlutverki.
 

Þarna sjást heilaholin og er undirstúkan staðsett í þriðja heilaholi.

þriðja heilahol:
Þarna sést inn í þriðja heilahvel, hlutföll og staðsetningar.

Undirstúka er innkirtill og er hluti af innkirtlakerfi líkamans. Innkirtlakerfið vinnur í nánum tengslum við taugakerfið að samhæfingu á starfsemi líffæra og líffærakerfa.

Undirstúka leikur lykilhlutverk í stýringu á heiladingli, bæði fram og afturhluta hans. Líta má á undirstúku sem miðlara sem tekur við fjölbreytilegum upplýsingum frá taugakerfinu og miðlar því til heiladinguls. Hún og heiladingull stjórna innkirtlakerfinu í megindráttum. Seyti þessa kerfis stýrir starfsemi skjaldkirtils, nýrnahettubarkar og kynkirtlanna. Undirstúkan og heiladingull eru einnig ábyrg fyrir vexti, þvagtemprun þ.e að halda vökva innan líkama og mjólkurseyti.

Flokkur hindrandi og hvetjandi hormóna eru framleidd í undirstúku. Stýra þau framleiðslu og losun hormóna frá framhluta heiladinguls.Einnig myndar undirstúka tvö hormón sem afturhluti heiladinguls losar

Sjúkdómar eða veilur í innkirtlakerfinu stafa af truflun á hormónajafnvægi. Truflun á eðlilegri starfsemi innkirtla greinist ýmist sem ofseyti (hypersecretio) eða vanseyti (hyposecretio).

undirstúka og heiladingull:
Þessi mynd sýnir hvernig undirstúkan tengist heiladingli.


Hormónavefurinn. Undirstúka, hypothalamus.

Höfundar: Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir og Halldóra Guðlaug Helgadóttir.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært nóvember 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon2/kynning.htm