Flóðmiga eða Diabetis insipidus stafar af ADH-hormónaskorti.
ADH eða antidiuretic hormone nefnist öðru nafni þvagtemprandi homón.
Orsakir eru óþekktar en alvarlegir höfuðáverkar, heilablæðingar eða geislun eru talin líklegust. Hugsanlega aukaverkanir lyfja. Aðgerðir á heiladingli og líka veirusýkingar í kirtlinum. Einkenni flóðmigu: Sjúkdómurinn einkennist af gífurlegri losun á þunnu og vatnsríku þvagi (polyuria), þorstatilfinningu (polydipsia) og natríumjónatapi (hyponatremia). Heilbrigður maður losar að jafnaði u.þ.b. 1,2-1,8 lítra af þvagi á dag. Flóðmigusjúklingur losar hinsvegar allt að 20 lítrum af þvagi á dag. Menn hætta að mynda saltríkt þvag. Önnur sjúkdómseinkenni eru m.a stöðug vatnsdrykkja, nokkur hætta á losti, handþurrkur og hægðatregða. Lækningin felur í sér notkun nefdropa sem innihalda ADH-hormónalyf og jafna menn sig oftast á tiltölulega stuttum tíma. Þó er vitað er til þess að fólk hafi látist vegna flóðmigu eftir alvarlegar heilablæðingar í og við undirstúku. |