LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Adrenalín
Hvað gerir adrenalín?

Adrenalín er sem áður sagði framleitt í nýrnahettumergnum. Það myndast við eftirfarandi áreiti: Verk, blóðsykursskort, skyndilega kælingu á húð, tilfinningar(reiði-hræðsla), endurteknar hvatningar(örvun).

Adrenalínið fer frá nýrnahettunum með nýrnabláæðum sem dæla adrenalíninu í blóðið. Þaðan á adrenalínið auðan veg um allan líkamann

Adrenalín virkar þannig að það eykur styrk hringlaga AMP (efnasamband myndað með einum fosfathópi) sem leiðir til:

  1. Víkkunar lungnaberkju sem auðveldar öndun til muna. Adrenalín hefur því oft verið gefið sem lyf til að varna mási/mæði og öndun með erfiðismunum.
  2. Örvunar á blóðstreymi, meira blóðflæði til heila-lifrar-rákóttra vöðva og örvunar efnaskipta vöðvanna, örari efnaskipta öndunar, hærri líkamshita, það hefur í för með sér aukið álag á hjartað.
  3. Örvunar miðtaugakerfisins.
  4. Við blóðsykurskort myndast adrenalín sem virkir sterkjubirgðir líkamans (glýkógenið) sem eykur blóðsykurinn með því að örva niðurbrot fjölsykra í lifrinni. Glúkósi í líkamsvökvum og frumum eykst.
  5. Er húðin verður fyrir skyndilegri kælingu þá herpast æðar í húðinni saman til að halda betur hita á líkamanum (tengsl driftauga við nýrnahettur voru rofin á tilraunadýri og kom í ljós að það dýr fór mun fyrr að skjálfa en dýr með óspilltar nýrnahettur). Skipuleg breyting á grunnefnaskiptum á talsverðan þátt í temprun á líkamshita.
  6. Spennu, líkaminn getur ekki gert greinarmun á áreiti sem við verðum fyrir, hvort sem það er umferðarteppa eða brjálaður hrútur að elta mann, þá bregst líkaminn við á sama hátt.
    Árásar-flótta-viðbragðið, (flókið ferli sem byggist á líkamlegum lífefnalegum breytingum, samverkun heila, taugakerfis og hormónabúskapar) er eðlillegt viðbragð en brýnt að greina það strax og nýta orkuna sem er í boði en sé það ekki gert getur það valdið skaðlegri streitu og taugaspennu. Streita veldur því að meira adrenalín myndast, adrenalínið myndar vöðvaspennu, spennan veldur því að meira adrenalín myndast og koll af kolli. Við langvarandi ástand kemur fram veiklun og sjúkdómar. Í líkamsstarfseminni eykst yfiröndun, fita og prótein í lifur brotna niður og umbreytast í orku, sýrumyndun eykst í maga sem getur leitt til magasárs, vöðvaspenna eykst, líkaminn geymir salt til að draga úr vökvatapi og afleiðingin verður aukinn hjartsláttur og hækkaður blóðþrýstingur sem að lokum leiðir af sér óreglulegan hjartslátt og of hraðan vegna of mikillar áreynslu á hjartað, blóði hættir til að hlaupa í kekki. Rannsóknir á karlmönnum á aldrinum 21-80 ára sýndu að það eru sterk tengsl milli háspennu- persónuleika og dauða af völdum hjartaáfalls. Í raun var það sex sinnum meiri líkur hjá háspennu" -körlum en hjá hinum


Hormónavefurinn. Adrenalín.
Höfundur: Smári Þorbjörnsson.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært janúar 2001.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon20/ahrif.htm