Myndin sýnir vinstra nýra.
|
Nýrun (2) liggja í kviðarholinu, annað rétt við hliðina á skeifugörninni og hitt bakvið magann
og undir brisinu. Það eru svo tveir innkirtlar sem hvelfast yfir nýrun, nýrnahettur, ein á hvoru nýra.
Hvor nýrnahettan er í raun tveir gerólíkir innkirtlar, börkur yst og mergur í miðju. Nýrnahettubörkurinn gefur frá sér ýmsa salt- og sykurstera jafnframt að framleiða hormón sem tempra vatnsmagn líkamans. Það er nýrnahettumergurinn, adrenal medulla, sem framleiðir epinephrine og norepinephrine eða adrenalín og noradrenalín. Þessi tvö hormón valda áhrifum semjuhluta dultaugakerfisins. |