Adrenalín eykur líkamlegan styrk, orku, heldur þreytutilfinningu í skefjum og öll hugsun verður skarpari. Þó má samt greina áhrifin útvortis; menn fölna (vegna æðasamdráttar í húð) og fá gæsahúð, einnig svitna menn en það orsakast af asetylkólini sem er að mestu mótvirkt adrenalíni. Til að eyða adrenalíni úr líkamanum er hreyfing besta meðalið en með því að nota hluta adrenalínsins til eðlilegra hreyfinga fær maður heilbrigða útrás fyrir árásarhvötina. |