LOL 103, verkefni nemenda haustönn 2000. / Sykursýki.
Einkenni, meðhöndlun og áhættuhópar.

Ef þú hefur einhver af eftirtöldum einkennum ættirðu að fara til læknis með þvagprufu og láta athuga sykurmagn í þvagi þínu því þá er möguleiki á því að þú hafir sykursýki:

  • Tíð þvaglát og þvag sætt.
  • Mikill þorsti.
  • Þreyta, magnleysi og sljóleiki.
  • Megrun.
  • Fiðringur í útlimim og sinadráttur í fótum.
  • Lélegt viðnám gegn sýkingum.
  • Þokusýn.
  • Getuleysi hjá karlmönnum og tíðarteppa hjá kvenmönnum.

Einnig ef eitthvað af eftirtöldu á við um þig ert þú í áhættuhóp þeirra sem fá sykursýki:

  • Átt þú ættingja með sykursýki?
  • Hefur þú fengið sykursýki á meðgöngu?
  • Ert þú of þung(ur)?
  • Hefur þú of háan blóðþrýsting?
  • Þjáist þú af æðakölkun?
  • Hefur þú of háa blóðfitur?

Fullorðið fólk sem er um og yfir fertugsaldurinn á á hættu að fá insúlínóháða sykursýki og aukast möguleikarnir á því ef fólk er mjög feitt eða ef sykursýki er í ættinni því hún er ættgeng. Líkaminn nær ekki að framleiða nóg isúlín til að bregðast við því mikla sykurmagni sem kemur í blóð við ofát. Fólk með þessa tegund sykursýkis er oft látið í megrun, og látið borða trefjaríkan mat og sleppa úr sykri. Það þarf að fylgjast vel með sykurmagni í blóði og þvagi reglulega þar til rétt matarræði hefur tryggt eðlilegan blóðsykur. Þetta geta sjúklingar gert sjálfir heima en þurfa reglulega að fara til læknis í mælingu.

Börn og unglingar eiga á hættu að fá isúlínháðasykursýki og er hún arfgeng eins og insúlínóháð sykursýki. Talið er að Ónæmiskerfið ráðist gegn betafrumum briss og því verður isúlínskortur í líkamanum. Fólk með þessa sykursýki er háð insúlínsprautum, en þá sprauta sjúlklingar insúlíni í æð nokkrum sinnum á dag eftir því hve sjúkdómurinn er alvarlegur. Þessir sjúklingar verða einnig að gæta vel að matarræði, svo er afar nausynlegt hjá sykursýkissjúklingum að halda sykursýkisdagbók sem er notuð til að fylgjast með blóðsykurgildinu. Allir sykursýkissjúklingar eiga svo blóðsykurmæli sem er mikilvægasta tæki þeirra því hann gerir þeim kleift að mæla blóðsykur sinn daglega.


Hormónavefurinn. Sykursýki.
Höfundar: Edda-Linn Rise.
Vefari: Sigurlaug Kristmannsdóttir sigurlaug@arnarson.is
Jarðfræði-, landafræði- og líffræðideild Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi
Síðast uppfært nóvember 2000.
URL: http://sigurlaug.arnarson.is/liffraedi/hormon/hormon6/einkenni.htm